Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið Baldur Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Alvarlegt rútuslys varð í desember. Tveir eru látnir. Vísir/Vilhelm Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“ Samgönguslys Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“
Samgönguslys Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira