Tugþúsundir starfa í hættu hjá breskum verktakarisa Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 12:00 Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands. vísir/getty Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess. Gjaldþrot Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess.
Gjaldþrot Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira