Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 23:00 Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“ Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“
Flóttamenn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira