Heiða Björg Hilmisdóttir óskar eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 17:59 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Aðsend mynd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent