Heiða Björg Hilmisdóttir óskar eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 17:59 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Aðsend mynd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24