Fimm róttækustu hugmyndir Viðars Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2018 12:30 Hér eru frambjóðendurnir fimm saman komnir. Viðar er hér næst lengst til vinstri. Anton Brink. Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar var í athyglisverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gærmorgun og hefur það viðtal vakið mikla athygli um land allt.Viðar hefur ákveðnar skoðanir og nokkuð róttækar hugmyndir eins og heyra má í viðtalinu. Lífið hefur því tekið saman fimm róttækustu hugmyndir Viðars sem komu þar fram :1. Fólk í yfirþyngd Viðari leist ekkert á holdafar Frosta og Mána og sá strax veikleika á þeim. Hann segir að þeir séu báðir með undirhöku og: „það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr, sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax, að það er ábyrgðarleysi hérna. Lausnin er ekki að ausa fé inni í heilbrigðiskerfið. Það þarf að bæta og breyta lífstíl fólksins í landinu. Einstaklingurinn á að taka ábyrgð og við eigum ekki að búa til einhverjar stofnanir, kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“2. Vill ekki útlenda róna„Við viljum vera svo góðir við alla og halda utan um alla. Helst á að sækja sjúklinga erlendis frá. Við vitum hvernig þetta er í skýlinu hérna niðri í bæ. Það er orðið allt fullt af útlendingum. Útlendir rónar og skattborgarinn er að halda utan um þetta. Því þeir þurfa ekkert að hugsa um það hver borgar, þeir kunna ekki á peninga.“3. Ekkert húsnæði fyrir dóphausa Sjálfur er Viðar leigusali og þekkir þann bransa vel. „Ég fæ oft til mín ungar konur með nýfætt barn og þær þurfa húsaskjól. Þær eiga ekki pening fyrir neinni leigu og ég velti því fyrir mér af hverju þær voru að eiga barn. En við erum að hjálpa fólki í sjálfstortímingu að fá húsaskjól,“ segir Viðar sem kallar það fólk dóphausa.4. Þolir ekki reykingarfólk og flugelda Það er skoðun Viðars að ef fólk vill ekki vera í kringum flugeldamengun eða reykingarmengun þá eigi hún ekki að vera til staðar.5. Fjölkvæni„Múslímar hafa margt framyfir okkur. Við erum t.d. að dekstra homma, lesbíur og transfólk en við viljum ekki leyfa fjölkvæni. Af hverju má það frelsi ekki vera. Af hverju eru við svona áfrjáls. Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum? Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið t.d. Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar var í athyglisverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gærmorgun og hefur það viðtal vakið mikla athygli um land allt.Viðar hefur ákveðnar skoðanir og nokkuð róttækar hugmyndir eins og heyra má í viðtalinu. Lífið hefur því tekið saman fimm róttækustu hugmyndir Viðars sem komu þar fram :1. Fólk í yfirþyngd Viðari leist ekkert á holdafar Frosta og Mána og sá strax veikleika á þeim. Hann segir að þeir séu báðir með undirhöku og: „það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr, sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax, að það er ábyrgðarleysi hérna. Lausnin er ekki að ausa fé inni í heilbrigðiskerfið. Það þarf að bæta og breyta lífstíl fólksins í landinu. Einstaklingurinn á að taka ábyrgð og við eigum ekki að búa til einhverjar stofnanir, kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“2. Vill ekki útlenda róna„Við viljum vera svo góðir við alla og halda utan um alla. Helst á að sækja sjúklinga erlendis frá. Við vitum hvernig þetta er í skýlinu hérna niðri í bæ. Það er orðið allt fullt af útlendingum. Útlendir rónar og skattborgarinn er að halda utan um þetta. Því þeir þurfa ekkert að hugsa um það hver borgar, þeir kunna ekki á peninga.“3. Ekkert húsnæði fyrir dóphausa Sjálfur er Viðar leigusali og þekkir þann bransa vel. „Ég fæ oft til mín ungar konur með nýfætt barn og þær þurfa húsaskjól. Þær eiga ekki pening fyrir neinni leigu og ég velti því fyrir mér af hverju þær voru að eiga barn. En við erum að hjálpa fólki í sjálfstortímingu að fá húsaskjól,“ segir Viðar sem kallar það fólk dóphausa.4. Þolir ekki reykingarfólk og flugelda Það er skoðun Viðars að ef fólk vill ekki vera í kringum flugeldamengun eða reykingarmengun þá eigi hún ekki að vera til staðar.5. Fjölkvæni„Múslímar hafa margt framyfir okkur. Við erum t.d. að dekstra homma, lesbíur og transfólk en við viljum ekki leyfa fjölkvæni. Af hverju má það frelsi ekki vera. Af hverju eru við svona áfrjáls. Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum? Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið t.d. Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23