Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2018 17:00 Hólmfríður Magnúsdóttir á landsliðsæfingu. vísir/tom Hólmfríður Magnúsdóttir var áreitt af þjálfara sínum í Noregi þegar hún spilaði þar. Saga hennar birtist þegar íslenskar íþróttakonur stigu fram í nafni MeToo-byltingarinnar með reynslusögur sínar. Hólmfríður staðfesti í samtali við mbl.is í dag að frásögn íþróttakonu sem var í atvinnumennsku í Noregi væri hennar frásögn. Hólmfríður lék með Avaldsnes í Noregi frá 2012 til 2016. Hólmfríður segir frá því að þjálfari hennar hafi lagt hana í einelti, öskrað á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Þjálfarinn hafi einnig sent henni óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi.Hólmfríður sló í gegn hjá Avaldsnes og raðaði inn mörkunum. Hér er hún með Þórunni Helgu Jónsdóttur.AvaldsnesSendi stöðugt kynferðisleg skilaboð „Eftir símtalið byrjar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstífan í sófanum, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helgina en ég svaraði engu fyrr en á þriðjudagsmorgni rétt fyrir æfingu, og mætti svo með mikinn kvíða á æfingu. Ég þorði ekki að tjá mig við neinn í liðinu eða kringum liðið, hann hafði einhvern vegin stjórn á mér allan sólarhringinn og var ógeðslegur við mig á æfingum,“ sagði í frásögn Hólmfríðar. Hún lét að lokum stjórn félagsins vita og var þá þjálfarinn rekinn frá félaginu. Hólmfríður reyndi engu að síður að fá sig lausa frá félaginu en spilaði með Avaldsnes í eitt ár til viðbótar, þar til hún sneri aftur til Íslands árið 2016. Alla sögu Hólmfríðar má lesa hér fyrir neðan en hún birtist hér óbreytt úr frásögn íþróttakvenna sem birtist í fjölmiðlum fyrr í dag. 33) Árið 2015 var ég úti í atvinnumennsku hjá þjálfara sem hafði þjálfað mörg karla lið í úrvalsdeildinni í sama landi og var því mjög þekkur. Svo ég reyni að gera langa sögu stutta, þá byrjaði hann mjög snemma að taka mig fyrir á æfingum á undirbúningstímabilinu. Ég meiðist í æfingarferð úti á Spáni þegar það voru aðeins 5 dagar í fyrsta leik í deildinni. Ég spila leikinn og hann tekur mig út af á 89 mín en ekki út af meiðslum. Eftir þennan leik þá var landsliðsverkefni og hann segir strax eftir leikinn að ég geti gleymt því að fara í leikinn. Ég reyndi að útskýra fyrir þjálfaranum mínum heima á Íslandi að ég væri spilhæf og að þjálfarinn minn úti gefur mér ekki leyfi til þess að fara. Það endar með því að ég fer ekki í flug í verkefnið heima á Íslandi. Sama dag og ég átti að fljúga heim sendir hann mér sms um að hann ætli að koma við hjá mér og tala við mig. Hann tók góða sálfræði á mig og segir það best fyrir mig að vera hérna. Hann segir að hausinn á sér skiptist í tvennt, þjálfara og hans eigin persónu og að þjálfarinn segi að ég eigi að vera heima en persónan að ég eigi að fara. Eftir 10 mín sálfræði tíma segir hann meðal annars „þá verður þú hérna í staðin og hittir mig meira“ svo stendur hann upp. Ég var akkúrat hinum megin í sófanum, hann stóð upp kom að mér og beygði sig yfir mig og sagði „ég vil þér allt það besta“. Ég stífnaði upp og bara stend upp og fylgi honum til dyra. Hann klæðir sig í skóna og tekur svo utan um mig, ég er stjörf og hann segir "ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður". Út frá þessu byrjaði hann að hringja mikið í mig og senda mér skilaboð á hverjum einasta degi. Tímabilið leið og hann lagði mig í einelti á æfingum, hótaði að reka mig heim af æfingu og naut þess að öskra á mig á hverri æfingu og inni í klefa fyrir framan allt liðið. Svo á milli æfinga var hann hringjandi og sendandi skilaboð sem endaði með því að ég svaraði oft og eiginlega alltaf rétt fyrir æfingu svo hann myndi ekki ganga á mig. Eitt skiptið vorum við í útileik og hann skrifaði sms til mín eftir leikinn, hvort hann mætti koma og borða hjá mér áður en allt liðið færi á sponsor kvöld. Við vorum að taka flug heim þegar hann sendi þetta sms, ég svaraði ekki en svo birtist hann fyrir aftan mig í flugvélaröðinni og sagði „ertu ekki búin að sjá skilaboðin frá mér? svaraðu mér“, hann sendi annað sms þar sem hann spyr hvort ég gæti keypt fyrir hann baby olíu. Þá sendi ég til baka „af hverju og af hverju getur þú ekki keypt það sjálfur?“. Hann sendi til baka að hann verði alltaf svo þurr á löppunum eftir flug og sagði mér að kaupa hana. Ég kom heim eftir flugið og við áttum að mæta eftir 1 og hálfan tíma á sponsor fund. Ég var heima að borða og gera mig til, þá bankar hann einu sinni og æðir inn. Spyr hvort ég sé með olíuna og hvort ég vilji koma aðeins inn í herbergi. Ég fór gjörsamlega í panikk, fékk sting í hjartað og sagði að ég hafi ekki keypt neina olíu, ég sagði að ég væri að fara yfir til stelpnanna í liðinu sem áttu heima í næsta húsi við mig um leið og ég væri búinn að borða. Hann byrjaði að koma heim til mín, þá meina ég hann bankaði ekki heldur æddi bara inn, þegar liða tók á tímabilið. Ég var ekki vön að læsa en það breyttist fljótt. Þarna var hann byrjaður að senda mjög óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Eitt skiptið fengum við helgarfrí og hann hringir á föstudegi þá átti hann flug til Ósló seinni partinn og þetta var fyrripartinn hann spyr hvað ég sé að gera, ég sagðist vera að fara upp í búðstað með vini mínum alla helgina. Eftir símtalið byrjar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstífann í sófanum, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helgina en ég svaraði engu fyrr en á þriðjudagsmorgni rétt fyrir æfingu, og mætti svo með mikinn kvíða á æfingu. Ég þorði ekki að tjá mig við neinn í liðinu eða kringum liðið, hann hafði einhver vegin stjórn á mér allan sólarhringinn og var ógeðslegur við mig á æfingum. Engin tók á því en eftir á að hyggja hefði fyrirliðinn átt að stíga fram en það var heldur ekki svo auðvelt því hann var ein sterk persóna sem enginn þorði í. Hann byrjaði að sitja yfir mér í sjúkraþjálfun eftir æfingar, ég hafði símann oft á maganum og setti á upptöku því hegðun hans var ekki eðlileg og hann sat bara yfir mér. Þarna á þessum tímapunkti var ég búin að tjá sjúkraþjálfaranum mínum allt, hann vissi hvað var í gangi svo þarna var ég með einn sem studdi við bakið á mér. Ég var búin að sýna honum öll skilaboðin, hringingar og myndir. Ég hafði t.d setið út í sólbaði á svölunum í c.a klukkutíma ég fæ sms frá honum sem hljóma svona "það er ekki holt að liggja allan daginn í sólbaði daginn fyrir leik".Svo loksins í byrjun september þá labbaði ég að aðstoðarþjálfaranum og spyr hann hvort honum finnist eðlilegt hvernig hann komi fram við mig á æfingum? Þá vissi hann ekki helminginn af því sem hafði gerst, hann sagði hreint og beint „ég skil ekki að þú hættir ekki að mæta eða farir heim af miðri æfingu og segir að þú látir ekki bjóða þér þetta lengur“. Ég tel mig vera mjög sterkan og reyndan leikmann en það kom oft fyrir að ég grét á æfingum, í hálfleik og eftir leiki. Mér fannst ég aldrei spila vel því sjálfstraustið var lítið sem ekkert. Þegar líða tekur á tímabilið heldur hann áfram að koma og ég hafði alltaf læst. Þessi maður fann númerið hjá bestu vinkonu minni á þessum stað en hún er ekki tengt fótbolta. Hann spurði hana hvort hún vilji hitta sig og fór hún og hitti hann á kaffihúsi. Hann var að tala um mig og reyna fiska hana hvort ég væri búin að segja henni frá myndunum og myndböndunum, hún vissi allt sem var í gangi því ég fór oft heim til hennar og var niðurbrotin heima hjá henni. Eftir að hún sagði mér að þau hafi hittst, eftir að ég kom heim frá landsliðshittning, fór ég heim á miðvikudagskvöld og pakkaði niður dóti og fór 30 mín frá bænum og gisti þar. þetta var seint um kvöldið, ég man þetta eins og í gær. Ég sendi honum sms “hæ ég kem ekki á æfingu á morgun, ég er veik“. 10 mín seinna svaraði hann, „þú ert ekki veik ég er fyrir utan heima hjá þér“. Þarna var ég búin að fara með allt í stjórnarmann og sagði alla söguna, allt sem ég var búin að vera ganga í gegnum síðan í mars. Síðustu 2 vikurnar fyrir þetta svaraði ég honum aldrei í símann nema þegar ég var fyrir framan tölvuna mína og tók allt upp. Ég lét þá fá allar upptökur, sms og allt, þetta var í byrjun september, ég hætti að mæta á æfingar eftir að ég kom heim frá landsliðshittning. Mér fannst það svo erfitt og hugsaði ég hvort ég ætti að mæta daginn eftir eða hinn daginn. Liðsfélagar mínir voru að senda mér að koma og ég var næstum því farin. Sem betur fer náði ég að standa með sjálfri mér. Svo í lok vikunnar spyr hann stjórnarmanninn, „Hæ veistu um hana XXXX? hún hefur ekki mætt alla vikuna“. Þetta var á föstudegi, og stjórnarmaðurinn svaraði „já hún er í sumarhúsinu mínu hjá fjölskyldu minni, hættu að hringja í hana og senda henni sms, hún hefur það fínt, þjálfarinn svarar, ég þarf hana í leikinn á morgun. Stjórnanmaðurinn "Hún kemur bara ef þú ferð heim í dag þitt ákvörðun ekki mín ákvörðun. Alla vikuna var hann að senda mér sms og hringjandi 100 sinnum. Eftir að hann spurði stjórnarmanninn þá sendi þjálfarinn mér sms og var að reyna sleikja mig upp, segjandi „plís komdu, ég skal koma vel fram við þig“ og lofaði öllu fögru. Þarna vissi hann upp á sig sökina og hann spurði engan hvar ég var þessa daga sem ég var í burtu. Það var leikur á laugardegi, ég ákvað að mæta ekki í leikinn. Það var líka mjög erfitt en ég hélt mér uppi í sumarhúsi. Eftir leikinn þá talaði öll stjórnin við lögfræðing, það var allt til staðar til þess að reka hann því þeir voru komnir með allt í hendurnar frá mér. Hann var rekinn á þriðjudegi eftir helgina þegar hann kom til vinnu. Og í þessari viku fékk ég myndir frá liðsfélögum mínum og öðru fólki þar sem hann var fyrir utan húsið mitt að reyna leita af mér, fór meira segja til liðsfélagana mína og ath hvort ég væri í húsinu þeirra. Ég kom ekki heim í 1 og hálfa viku. Á sama tíma var hann að reyna ná í vinkonu mína sem hann hitti, hann reyndi að hringja oft í hana og senda henni sms um að hún yrði að svara. Þegar hann var rekinn vakti það mikinn áhuga í Noregi því við áttum 3 leiki eftir í deildinni og vorum ofarlega. Við áttum líka eftir að spila bikarúrslitaleik. Hann var þekktur fyrir það að vera rekinn eða hætta, hann var búin að þjálfa 17 lið á undan okkur og aldrei verið lengur en 1 til 1 og hálft ár hjá hverju liði. Akkúrat 2 mánuðum síðar er ég komin til Ísland í frí, ég vissi að hann væri með lögfræðing og reyndi að fá bónusa sína og restina af laununum sem voru háar upphæðir. Hann hringdi í mig 1. des 2015, ég svara símanum og hann byrjar að spyrja mig hvað ég væri búin að segja um hann. Að hann ætti tvö hús og þyrfti að borga reikninga fyrir fjölskylduna sína. Ég sendi eftir á sms og sagði ég vonaði að hann læri af þessu og ef hann hringi í mig einu sinni enn, þá láti ég allar myndir og myndbönd flakka. Eftir þetta heyrði lögfræðingur liðsins aldrei meira í hans lögmanni. Ég reyndi að rifta samningum mínum við liðið eftir tímabilið því ég gat ekki hugsað mér að búa lengur í Noregi en fékk það ekki í gegn. Því ég myndi ekki geta mætt honum og vildi aldrei í lífinu sjá þennan mann aftur. Tímabilið mitt 2016 var skrítið því alltaf þegar ég var á flugvellinum í Osló eða keppa, var ég alltaf hrædd og fór í panikk. Hann vann fyrir NRK að lýsa leikjum, ég sá að við áttum leik sem var sýndur í beinni. Ég fór strax í stjórnina og sagði að ég myndi ekki spila leikinn ef hann myndi vera þarna. Þeir komu í veg fyrir það. Sumarið 2016 skrifaði ég smá status á facebook til þess að reyna að koma þessu út úr hausnum á mér. Ég sagði meðal annars frá því sem ég gekk í gegnum sem leikmaður með þennan þjálfara og að það ætti engin leikmaður að þurfa að ganga í gegnum svona á ferlinum sínum. Þessi status var opin og voru margir sem sendu mér skilaboð um að ég væri hugrökk. En ég fékk líka sms frá stjórninni um að vinsamlegast fjarlægja statusinn, en ég hélt nú ekki og skrifaði tilbaka að þetta væri mitt facebook og að ég standi við orð mín. Þá hafði hann haft samband við þá hvað varðaði statusinn minn. Meðal annars sendi stærsta íþróttastöð Noregs TV2 sport hvort ég vildi koma í viðtal því þeir voru búnir að frétta mikið um hvað hefði gengið á. Á þeim tíma var ég ekki tilbúin til þess. Ekki fyrr en núna í sumar þá sá ég hann vinna fyrir NRK á EM og púlsinn minn fór hátt upp. Ég vissi eftir fyrsta leikinn að hann hafði verið að lýsa leiknum okkar og var á staðnum. Í öðrum leiknum þá hugsaði ég hvort hann væri á staðnum og leit upp í stúku, ég náði ekki að leiða þetta hjá mér, fyrir þann leik þá vorum við að fara yfir klippur af andstæðinginum okkar, hann var lýsa á einni klippunni og röddin hans var nóg til þess að ég missti einbeitninguna og fór að hugsa alveg til baka til 2015. Þá fattaði ég sjálf hvað þetta sat og situr enn þá mjög djúpt inni í mér. Ég sat einn daginn úti og drakk kaffi og þar sat einn úr þjálfarateyminu okkar. Ég fór aðeins til hans og opnaði mig við hann um þetta, sagði honum frá fundinum og aðeins frá því hvað ég gekk í gegnum. Hann gaf mér góð ráð og sagði að ég þyrfti að loka þessum kafla í lífinu og útskýrði hvernig ég gæti það. Og það var það fyrsta sem ég fór í að vinna í eftir EM. Ef ég hefði ekki lent í þessum aðstæðum á EM, þá hefði ég örugglega ekki skrifað þetta hérna. En ég hefði getað skrifað bók um hvern einasta dag sem ég þurfti að upplifa þetta tímabil. Því það sem ég er að skrifa um hér er brotabrot af því sem gerðist. Og það sem ég sé mest eftir og get ekki fyrirgefið sjálfri mér er að hann náði að stjórna mér, að ég sagði ekki strax frá og að ég hætti ekki að mæta á æfingar fyrr. Þetta var komið svo langt að fólk sem vissu af þessu sögðu meðal annars að ég gæti kært hann fyrir innbrot. Ég hitti þekktann þjálfara sem þjálfaði á þessum tíma út í Noregi, sem þekkti til hans og við förum að tala um hverning mér líður og hann spyr mig meðal annars „jæja xxxx, hvernig er hann þjálfarinn ?“ Hann sagði mér einhverjar gamlar sögur sem hann hafi heyrt um hann. "Svo sagði hann "er hann alveg að láta ykkur stelpunar í friði”. þá langaði mig svo að segja honum frá miklu og brotnaði næstum því niður. En ég sagði „hann er bara rosa góður, svolítið klikkaður á æfingum“. Ætli stærsti sigurinn minn eftir þetta tímabil sé ekki að ég var valinn besti sóknarmaðurinn, og ein af þremur sem voru tilnefndar sem besti leikmaðurinn í deildinni. Ég var líka valin í lið ársins og ég veit ekki sjálf enn þann dag í dag hvernig ég fór að því. Eftir að hann var rekinn, þá fékk ég gríðarlegt spennuáfall og gjörsamlega labbaði á vegg. Ég náði ekki að hugsa nógu vel um mig með matarræði og hætti nánast að borða. Viku eftir að hann var rekinn meiddist ég og var frá í 6 vikur. Ég veit að þau meiðsli komu út af andlegu álagi og streitu. Eitt sem ég get sagt er að maður á að segja strax frá þegar hlutirnir eru ekki í lagi og standa með sjálfum sér. Fótbolti á Norðurlöndum MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir var áreitt af þjálfara sínum í Noregi þegar hún spilaði þar. Saga hennar birtist þegar íslenskar íþróttakonur stigu fram í nafni MeToo-byltingarinnar með reynslusögur sínar. Hólmfríður staðfesti í samtali við mbl.is í dag að frásögn íþróttakonu sem var í atvinnumennsku í Noregi væri hennar frásögn. Hólmfríður lék með Avaldsnes í Noregi frá 2012 til 2016. Hólmfríður segir frá því að þjálfari hennar hafi lagt hana í einelti, öskrað á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Þjálfarinn hafi einnig sent henni óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi.Hólmfríður sló í gegn hjá Avaldsnes og raðaði inn mörkunum. Hér er hún með Þórunni Helgu Jónsdóttur.AvaldsnesSendi stöðugt kynferðisleg skilaboð „Eftir símtalið byrjar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstífan í sófanum, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helgina en ég svaraði engu fyrr en á þriðjudagsmorgni rétt fyrir æfingu, og mætti svo með mikinn kvíða á æfingu. Ég þorði ekki að tjá mig við neinn í liðinu eða kringum liðið, hann hafði einhvern vegin stjórn á mér allan sólarhringinn og var ógeðslegur við mig á æfingum,“ sagði í frásögn Hólmfríðar. Hún lét að lokum stjórn félagsins vita og var þá þjálfarinn rekinn frá félaginu. Hólmfríður reyndi engu að síður að fá sig lausa frá félaginu en spilaði með Avaldsnes í eitt ár til viðbótar, þar til hún sneri aftur til Íslands árið 2016. Alla sögu Hólmfríðar má lesa hér fyrir neðan en hún birtist hér óbreytt úr frásögn íþróttakvenna sem birtist í fjölmiðlum fyrr í dag. 33) Árið 2015 var ég úti í atvinnumennsku hjá þjálfara sem hafði þjálfað mörg karla lið í úrvalsdeildinni í sama landi og var því mjög þekkur. Svo ég reyni að gera langa sögu stutta, þá byrjaði hann mjög snemma að taka mig fyrir á æfingum á undirbúningstímabilinu. Ég meiðist í æfingarferð úti á Spáni þegar það voru aðeins 5 dagar í fyrsta leik í deildinni. Ég spila leikinn og hann tekur mig út af á 89 mín en ekki út af meiðslum. Eftir þennan leik þá var landsliðsverkefni og hann segir strax eftir leikinn að ég geti gleymt því að fara í leikinn. Ég reyndi að útskýra fyrir þjálfaranum mínum heima á Íslandi að ég væri spilhæf og að þjálfarinn minn úti gefur mér ekki leyfi til þess að fara. Það endar með því að ég fer ekki í flug í verkefnið heima á Íslandi. Sama dag og ég átti að fljúga heim sendir hann mér sms um að hann ætli að koma við hjá mér og tala við mig. Hann tók góða sálfræði á mig og segir það best fyrir mig að vera hérna. Hann segir að hausinn á sér skiptist í tvennt, þjálfara og hans eigin persónu og að þjálfarinn segi að ég eigi að vera heima en persónan að ég eigi að fara. Eftir 10 mín sálfræði tíma segir hann meðal annars „þá verður þú hérna í staðin og hittir mig meira“ svo stendur hann upp. Ég var akkúrat hinum megin í sófanum, hann stóð upp kom að mér og beygði sig yfir mig og sagði „ég vil þér allt það besta“. Ég stífnaði upp og bara stend upp og fylgi honum til dyra. Hann klæðir sig í skóna og tekur svo utan um mig, ég er stjörf og hann segir "ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður". Út frá þessu byrjaði hann að hringja mikið í mig og senda mér skilaboð á hverjum einasta degi. Tímabilið leið og hann lagði mig í einelti á æfingum, hótaði að reka mig heim af æfingu og naut þess að öskra á mig á hverri æfingu og inni í klefa fyrir framan allt liðið. Svo á milli æfinga var hann hringjandi og sendandi skilaboð sem endaði með því að ég svaraði oft og eiginlega alltaf rétt fyrir æfingu svo hann myndi ekki ganga á mig. Eitt skiptið vorum við í útileik og hann skrifaði sms til mín eftir leikinn, hvort hann mætti koma og borða hjá mér áður en allt liðið færi á sponsor kvöld. Við vorum að taka flug heim þegar hann sendi þetta sms, ég svaraði ekki en svo birtist hann fyrir aftan mig í flugvélaröðinni og sagði „ertu ekki búin að sjá skilaboðin frá mér? svaraðu mér“, hann sendi annað sms þar sem hann spyr hvort ég gæti keypt fyrir hann baby olíu. Þá sendi ég til baka „af hverju og af hverju getur þú ekki keypt það sjálfur?“. Hann sendi til baka að hann verði alltaf svo þurr á löppunum eftir flug og sagði mér að kaupa hana. Ég kom heim eftir flugið og við áttum að mæta eftir 1 og hálfan tíma á sponsor fund. Ég var heima að borða og gera mig til, þá bankar hann einu sinni og æðir inn. Spyr hvort ég sé með olíuna og hvort ég vilji koma aðeins inn í herbergi. Ég fór gjörsamlega í panikk, fékk sting í hjartað og sagði að ég hafi ekki keypt neina olíu, ég sagði að ég væri að fara yfir til stelpnanna í liðinu sem áttu heima í næsta húsi við mig um leið og ég væri búinn að borða. Hann byrjaði að koma heim til mín, þá meina ég hann bankaði ekki heldur æddi bara inn, þegar liða tók á tímabilið. Ég var ekki vön að læsa en það breyttist fljótt. Þarna var hann byrjaður að senda mjög óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Eitt skiptið fengum við helgarfrí og hann hringir á föstudegi þá átti hann flug til Ósló seinni partinn og þetta var fyrripartinn hann spyr hvað ég sé að gera, ég sagðist vera að fara upp í búðstað með vini mínum alla helgina. Eftir símtalið byrjar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstífann í sófanum, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helgina en ég svaraði engu fyrr en á þriðjudagsmorgni rétt fyrir æfingu, og mætti svo með mikinn kvíða á æfingu. Ég þorði ekki að tjá mig við neinn í liðinu eða kringum liðið, hann hafði einhver vegin stjórn á mér allan sólarhringinn og var ógeðslegur við mig á æfingum. Engin tók á því en eftir á að hyggja hefði fyrirliðinn átt að stíga fram en það var heldur ekki svo auðvelt því hann var ein sterk persóna sem enginn þorði í. Hann byrjaði að sitja yfir mér í sjúkraþjálfun eftir æfingar, ég hafði símann oft á maganum og setti á upptöku því hegðun hans var ekki eðlileg og hann sat bara yfir mér. Þarna á þessum tímapunkti var ég búin að tjá sjúkraþjálfaranum mínum allt, hann vissi hvað var í gangi svo þarna var ég með einn sem studdi við bakið á mér. Ég var búin að sýna honum öll skilaboðin, hringingar og myndir. Ég hafði t.d setið út í sólbaði á svölunum í c.a klukkutíma ég fæ sms frá honum sem hljóma svona "það er ekki holt að liggja allan daginn í sólbaði daginn fyrir leik".Svo loksins í byrjun september þá labbaði ég að aðstoðarþjálfaranum og spyr hann hvort honum finnist eðlilegt hvernig hann komi fram við mig á æfingum? Þá vissi hann ekki helminginn af því sem hafði gerst, hann sagði hreint og beint „ég skil ekki að þú hættir ekki að mæta eða farir heim af miðri æfingu og segir að þú látir ekki bjóða þér þetta lengur“. Ég tel mig vera mjög sterkan og reyndan leikmann en það kom oft fyrir að ég grét á æfingum, í hálfleik og eftir leiki. Mér fannst ég aldrei spila vel því sjálfstraustið var lítið sem ekkert. Þegar líða tekur á tímabilið heldur hann áfram að koma og ég hafði alltaf læst. Þessi maður fann númerið hjá bestu vinkonu minni á þessum stað en hún er ekki tengt fótbolta. Hann spurði hana hvort hún vilji hitta sig og fór hún og hitti hann á kaffihúsi. Hann var að tala um mig og reyna fiska hana hvort ég væri búin að segja henni frá myndunum og myndböndunum, hún vissi allt sem var í gangi því ég fór oft heim til hennar og var niðurbrotin heima hjá henni. Eftir að hún sagði mér að þau hafi hittst, eftir að ég kom heim frá landsliðshittning, fór ég heim á miðvikudagskvöld og pakkaði niður dóti og fór 30 mín frá bænum og gisti þar. þetta var seint um kvöldið, ég man þetta eins og í gær. Ég sendi honum sms “hæ ég kem ekki á æfingu á morgun, ég er veik“. 10 mín seinna svaraði hann, „þú ert ekki veik ég er fyrir utan heima hjá þér“. Þarna var ég búin að fara með allt í stjórnarmann og sagði alla söguna, allt sem ég var búin að vera ganga í gegnum síðan í mars. Síðustu 2 vikurnar fyrir þetta svaraði ég honum aldrei í símann nema þegar ég var fyrir framan tölvuna mína og tók allt upp. Ég lét þá fá allar upptökur, sms og allt, þetta var í byrjun september, ég hætti að mæta á æfingar eftir að ég kom heim frá landsliðshittning. Mér fannst það svo erfitt og hugsaði ég hvort ég ætti að mæta daginn eftir eða hinn daginn. Liðsfélagar mínir voru að senda mér að koma og ég var næstum því farin. Sem betur fer náði ég að standa með sjálfri mér. Svo í lok vikunnar spyr hann stjórnarmanninn, „Hæ veistu um hana XXXX? hún hefur ekki mætt alla vikuna“. Þetta var á föstudegi, og stjórnarmaðurinn svaraði „já hún er í sumarhúsinu mínu hjá fjölskyldu minni, hættu að hringja í hana og senda henni sms, hún hefur það fínt, þjálfarinn svarar, ég þarf hana í leikinn á morgun. Stjórnanmaðurinn "Hún kemur bara ef þú ferð heim í dag þitt ákvörðun ekki mín ákvörðun. Alla vikuna var hann að senda mér sms og hringjandi 100 sinnum. Eftir að hann spurði stjórnarmanninn þá sendi þjálfarinn mér sms og var að reyna sleikja mig upp, segjandi „plís komdu, ég skal koma vel fram við þig“ og lofaði öllu fögru. Þarna vissi hann upp á sig sökina og hann spurði engan hvar ég var þessa daga sem ég var í burtu. Það var leikur á laugardegi, ég ákvað að mæta ekki í leikinn. Það var líka mjög erfitt en ég hélt mér uppi í sumarhúsi. Eftir leikinn þá talaði öll stjórnin við lögfræðing, það var allt til staðar til þess að reka hann því þeir voru komnir með allt í hendurnar frá mér. Hann var rekinn á þriðjudegi eftir helgina þegar hann kom til vinnu. Og í þessari viku fékk ég myndir frá liðsfélögum mínum og öðru fólki þar sem hann var fyrir utan húsið mitt að reyna leita af mér, fór meira segja til liðsfélagana mína og ath hvort ég væri í húsinu þeirra. Ég kom ekki heim í 1 og hálfa viku. Á sama tíma var hann að reyna ná í vinkonu mína sem hann hitti, hann reyndi að hringja oft í hana og senda henni sms um að hún yrði að svara. Þegar hann var rekinn vakti það mikinn áhuga í Noregi því við áttum 3 leiki eftir í deildinni og vorum ofarlega. Við áttum líka eftir að spila bikarúrslitaleik. Hann var þekktur fyrir það að vera rekinn eða hætta, hann var búin að þjálfa 17 lið á undan okkur og aldrei verið lengur en 1 til 1 og hálft ár hjá hverju liði. Akkúrat 2 mánuðum síðar er ég komin til Ísland í frí, ég vissi að hann væri með lögfræðing og reyndi að fá bónusa sína og restina af laununum sem voru háar upphæðir. Hann hringdi í mig 1. des 2015, ég svara símanum og hann byrjar að spyrja mig hvað ég væri búin að segja um hann. Að hann ætti tvö hús og þyrfti að borga reikninga fyrir fjölskylduna sína. Ég sendi eftir á sms og sagði ég vonaði að hann læri af þessu og ef hann hringi í mig einu sinni enn, þá láti ég allar myndir og myndbönd flakka. Eftir þetta heyrði lögfræðingur liðsins aldrei meira í hans lögmanni. Ég reyndi að rifta samningum mínum við liðið eftir tímabilið því ég gat ekki hugsað mér að búa lengur í Noregi en fékk það ekki í gegn. Því ég myndi ekki geta mætt honum og vildi aldrei í lífinu sjá þennan mann aftur. Tímabilið mitt 2016 var skrítið því alltaf þegar ég var á flugvellinum í Osló eða keppa, var ég alltaf hrædd og fór í panikk. Hann vann fyrir NRK að lýsa leikjum, ég sá að við áttum leik sem var sýndur í beinni. Ég fór strax í stjórnina og sagði að ég myndi ekki spila leikinn ef hann myndi vera þarna. Þeir komu í veg fyrir það. Sumarið 2016 skrifaði ég smá status á facebook til þess að reyna að koma þessu út úr hausnum á mér. Ég sagði meðal annars frá því sem ég gekk í gegnum sem leikmaður með þennan þjálfara og að það ætti engin leikmaður að þurfa að ganga í gegnum svona á ferlinum sínum. Þessi status var opin og voru margir sem sendu mér skilaboð um að ég væri hugrökk. En ég fékk líka sms frá stjórninni um að vinsamlegast fjarlægja statusinn, en ég hélt nú ekki og skrifaði tilbaka að þetta væri mitt facebook og að ég standi við orð mín. Þá hafði hann haft samband við þá hvað varðaði statusinn minn. Meðal annars sendi stærsta íþróttastöð Noregs TV2 sport hvort ég vildi koma í viðtal því þeir voru búnir að frétta mikið um hvað hefði gengið á. Á þeim tíma var ég ekki tilbúin til þess. Ekki fyrr en núna í sumar þá sá ég hann vinna fyrir NRK á EM og púlsinn minn fór hátt upp. Ég vissi eftir fyrsta leikinn að hann hafði verið að lýsa leiknum okkar og var á staðnum. Í öðrum leiknum þá hugsaði ég hvort hann væri á staðnum og leit upp í stúku, ég náði ekki að leiða þetta hjá mér, fyrir þann leik þá vorum við að fara yfir klippur af andstæðinginum okkar, hann var lýsa á einni klippunni og röddin hans var nóg til þess að ég missti einbeitninguna og fór að hugsa alveg til baka til 2015. Þá fattaði ég sjálf hvað þetta sat og situr enn þá mjög djúpt inni í mér. Ég sat einn daginn úti og drakk kaffi og þar sat einn úr þjálfarateyminu okkar. Ég fór aðeins til hans og opnaði mig við hann um þetta, sagði honum frá fundinum og aðeins frá því hvað ég gekk í gegnum. Hann gaf mér góð ráð og sagði að ég þyrfti að loka þessum kafla í lífinu og útskýrði hvernig ég gæti það. Og það var það fyrsta sem ég fór í að vinna í eftir EM. Ef ég hefði ekki lent í þessum aðstæðum á EM, þá hefði ég örugglega ekki skrifað þetta hérna. En ég hefði getað skrifað bók um hvern einasta dag sem ég þurfti að upplifa þetta tímabil. Því það sem ég er að skrifa um hér er brotabrot af því sem gerðist. Og það sem ég sé mest eftir og get ekki fyrirgefið sjálfri mér er að hann náði að stjórna mér, að ég sagði ekki strax frá og að ég hætti ekki að mæta á æfingar fyrr. Þetta var komið svo langt að fólk sem vissu af þessu sögðu meðal annars að ég gæti kært hann fyrir innbrot. Ég hitti þekktann þjálfara sem þjálfaði á þessum tíma út í Noregi, sem þekkti til hans og við förum að tala um hverning mér líður og hann spyr mig meðal annars „jæja xxxx, hvernig er hann þjálfarinn ?“ Hann sagði mér einhverjar gamlar sögur sem hann hafi heyrt um hann. "Svo sagði hann "er hann alveg að láta ykkur stelpunar í friði”. þá langaði mig svo að segja honum frá miklu og brotnaði næstum því niður. En ég sagði „hann er bara rosa góður, svolítið klikkaður á æfingum“. Ætli stærsti sigurinn minn eftir þetta tímabil sé ekki að ég var valinn besti sóknarmaðurinn, og ein af þremur sem voru tilnefndar sem besti leikmaðurinn í deildinni. Ég var líka valin í lið ársins og ég veit ekki sjálf enn þann dag í dag hvernig ég fór að því. Eftir að hann var rekinn, þá fékk ég gríðarlegt spennuáfall og gjörsamlega labbaði á vegg. Ég náði ekki að hugsa nógu vel um mig með matarræði og hætti nánast að borða. Viku eftir að hann var rekinn meiddist ég og var frá í 6 vikur. Ég veit að þau meiðsli komu út af andlegu álagi og streitu. Eitt sem ég get sagt er að maður á að segja strax frá þegar hlutirnir eru ekki í lagi og standa með sjálfum sér.
Fótbolti á Norðurlöndum MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00