Erlent

Þrír hermenn féllu í austurhluta Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Stríðið í Úkraínu braust út í apríl 2014.
Stríðið í Úkraínu braust út í apríl 2014. Vísir/AFP
Þrír úkraínskir hermenn létu lífið og fjórir særðust í átökum sveita stjórnarhers landsins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins í vikunni.

„Því miður hefur aftur orðið mannfall hjá sveitum okkar,“ segir Oleksandr Motuzyanyk, talsmaður hersins.

Hermennirnir féllu á miðvikudag og fimmtudag. Úkraínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að einn hafi fallið af völdum handsprengju í Donetsk, höfuðvígi aðskilnaðarsinna, og hinir tveir þegar sprengja sprakk við bíl þeirra.

Talsmaður úkraínska hersins segir að ástandið í austurhluta landsins hafi versnað mikið að undanförnu þar sem aðskilnaðarmenn hafa ráðist sjö sinnum á stjórnarhermenn á síðustu dögum.

Stríðið í Úkraínu braust út í apríl 2014 eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga og er áætlað að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×