Næturakstur Strætó hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar en sex leiðir verða í þessum akstri. Leigubílstjórar geta ekki nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg (sérrein til suðurs) um helgar frá klukkan 01-04 þessar nætur.
Sex vagnar (vagnar númer 101, 102, 103, 105, 106 og 111) munu almennt sinna næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Vagnarnir munu aka á um það bil klukkutíma fresti eða frá klukkan 01:00 til um 04:30. Sjá nánari upplýsingar um næturakstur Strætó.
Næturaksturinn hefur það í för með sér að leigubílstjórar geta ekki nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg (sérrein til suðurs) um helgar frá kl. 01-04 eins og tíðkast hefur undanfarið. Leigubílar hafa áfram skilgreinda aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og í Lækjargötu við Bernhöftstorfu.
