Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 10. janúar 2018 23:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Ekkert verður af fyrsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í 28 ár. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. Eftir að tillagan um prófkjör var felld var gerð tillaga um að fara leið röðunar, sem Sjálfstæðismenn á Akureyri ætla meðal annars að fara. Var sú tillaga samþykkt með um 75 prósentum atkvæða. Við röðun eru það aðeins aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu sem fá að kjósa á milli frambjóðenda. Óbreyttir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki kosningarétt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til tólf ára, er ánægður með niðurstöðu fundarins. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Prófkjör eða annað. Í atkvæðagreiðslu um tillögu að prófkjöri í kvöld greiddi hann atkvæði gegn tillögunni. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Hann segist sjálfur hafa talað fyrir því, eftir að tillagan um prófkjör var felld, að farið yrði í leiðtogaprófkjör. „En það hafði enginn áhuga á því. Ég var einn um þá skoðun af 54,“ segir Elliði léttur. Samkvæmt heimildum Vísis var prófkjörstillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Ekkert verður af fyrsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í 28 ár. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. Eftir að tillagan um prófkjör var felld var gerð tillaga um að fara leið röðunar, sem Sjálfstæðismenn á Akureyri ætla meðal annars að fara. Var sú tillaga samþykkt með um 75 prósentum atkvæða. Við röðun eru það aðeins aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu sem fá að kjósa á milli frambjóðenda. Óbreyttir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki kosningarétt. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum til tólf ára, er ánægður með niðurstöðu fundarins. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Prófkjör eða annað. Í atkvæðagreiðslu um tillögu að prófkjöri í kvöld greiddi hann atkvæði gegn tillögunni. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Hann segist sjálfur hafa talað fyrir því, eftir að tillagan um prófkjör var felld, að farið yrði í leiðtogaprófkjör. „En það hafði enginn áhuga á því. Ég var einn um þá skoðun af 54,“ segir Elliði léttur. Samkvæmt heimildum Vísis var prófkjörstillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00