Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Elís Jónsson vill prófkjör. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00