Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:23 Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54