Almenningur ekki lengi að bregðast við: Vantar fyrst og fremst húsnæði fyrir fjölskylduna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:15 Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55
Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57