„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 29. janúar 2018 23:30 Barnarvernd Reykjavíkur frétti fyrst af kærunni, sem lögð var fram í ágúst, nú á síðustu dögum. Vísir/Daníel Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þann 19. janúar, grunaður um um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum, hefur unnið alla sína starfsævi fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Hann byrjar nánast unglingur, eða rétt fyrir eða um um tvítugt að starfa,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Maðurinn er á fimmtugsaldri.Fyrst var greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Brotin sem maðurinn er kærður fyrir eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili, á árunum 2004 til 2010, aðallega gegn ungum pilti sem hann annaðist aðra hverja helgi að beiðni fjölskyldu piltsins. „Enn sem komið er reynist rannsóknin fyrst og fremst að brotum sem talið er að hafi verið framin gegn barni eða börnum sem honum var ekki trúað fyrir vinnu sinnar vegna, ekki það að það sé betra, en það er aðeins önnur nálgun,“ segir Halldóra. Á þeim árum sem brotin eiga að hafa átt sér stað starfaði maðurinn á svokölluðu stuðningsheimili fyrir lögráða einstaklinga. Slík stuðningsheimili heyra undir Velferðarsvið.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.„Það var þá jafnframt heimili hans á þeim tíma,“ segir Halldóra og útskýrir að á slíkum stuðningsheimilum búa nokkrir ungir einstaklingar með einum tilsjónaraðila. Ungmennin eru einstaklingar sem geta ekki búið heima hjá sér eða hafa ekki foreldrafyrirmyndir og það er hlutverk tilsjónaraðilans að hjálpa þeim að fóta sig í sjálfstæðri búsetu. Árið 2012 var kallað eftir endurnýjuðu sakavottorði þeirra starfsmanna sem starfað höfðu lengi hjá borginni að sögn Halldóru. „En engar vísbendingar hafa komið fram, eða grunsemdir, frá neinu barni sem hefur ekki viljað vera nálægt honum. Það hefur ekki komið til okkar neinn grunur um að hann geti verið misgjörðamaður.“Hefur unnið náið með fjölda barna „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum,“ segir Halldóra, en Barnavernd Reykjavíkur heyrði ekki af málinu fyrr en rannsókn hófst nú fyrir skemmstu. „Við hefðum vissulega viljað vita af þessu máli fyrr. Kæran barst í ágúst og við vorum upplýst um málið nærri hálfu ári seinna, sem er mjög bagalegt. En lögreglan verður að svara fyrir það, þeir gátu kannski ekki vitað þegar kæran barst hvar nákvæmlega hann var að vinna,“ segir Halldóra. Árni Þór Sigmundsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að annríki og málafjöldi hjá lögreglu sé slíkur að ekki hafi verið hægt að sinna málinu sem skyldi. Halldóra útskýrir einnig að ef alvarlegur grunur komi upp um slík brot séu starfsmenn sendir í leyfi. Hún segir að Barnavernd Reykjavíkur hafi unnið í því að rekja vinnuferil mannsins hjá borginni og að aldrei hafi borist kvartanir eða athugasemdir sem beinast gegn honum áður. „Þetta er ansi stór hópur af ungu fólki sem hann hefur borið ábyrgð á, eða átt þátt í að bera ábyrgð á,“ segir Halldóra og bætir við að sá hópur barna sem maðurinn hefur unnið með sé sérstaklega viðkvæmur.Allir skjólstæðingar mannsins fá bréf Barnavernd Reykjavíkur mun nú senda öllum skjólstæðingum mannsins bréf vegna málsins. „Það verður haft samband við alla og þeim verður vísað á Bjarkarhlíð sem er fyrir þolendur ofbeldis,“ segir Halldóra, en margir þeirra sem maðurinn hefur starfað með eru nú fullorðnir einstaklingar. Þá verður haft samband við foreldra þeirra sem enn eru börn. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur mun funda á morgun og verður þá nefndarmönnum gert grein fyrir málinu. „Allir ráðamenn borgarinnar taka svona afskaplega alvarlega og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þá mögulegum fórnarlömbum, ef einhver eru, til aðstoðar og ekki síst skoða allt verklag og alla ferla. Velta fyrir okkur hvort einhvern veginn sé hægt að lágmarka möguleikana á því að svona gerist, við ráðningar eða með skimun barnanna,“ segir Halldóra og segir að það sé stórkostlegt áfall þegar svona kemur upp með starfsmann. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þann 19. janúar, grunaður um um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum, hefur unnið alla sína starfsævi fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Hann byrjar nánast unglingur, eða rétt fyrir eða um um tvítugt að starfa,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Maðurinn er á fimmtugsaldri.Fyrst var greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Brotin sem maðurinn er kærður fyrir eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili, á árunum 2004 til 2010, aðallega gegn ungum pilti sem hann annaðist aðra hverja helgi að beiðni fjölskyldu piltsins. „Enn sem komið er reynist rannsóknin fyrst og fremst að brotum sem talið er að hafi verið framin gegn barni eða börnum sem honum var ekki trúað fyrir vinnu sinnar vegna, ekki það að það sé betra, en það er aðeins önnur nálgun,“ segir Halldóra. Á þeim árum sem brotin eiga að hafa átt sér stað starfaði maðurinn á svokölluðu stuðningsheimili fyrir lögráða einstaklinga. Slík stuðningsheimili heyra undir Velferðarsvið.Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.„Það var þá jafnframt heimili hans á þeim tíma,“ segir Halldóra og útskýrir að á slíkum stuðningsheimilum búa nokkrir ungir einstaklingar með einum tilsjónaraðila. Ungmennin eru einstaklingar sem geta ekki búið heima hjá sér eða hafa ekki foreldrafyrirmyndir og það er hlutverk tilsjónaraðilans að hjálpa þeim að fóta sig í sjálfstæðri búsetu. Árið 2012 var kallað eftir endurnýjuðu sakavottorði þeirra starfsmanna sem starfað höfðu lengi hjá borginni að sögn Halldóru. „En engar vísbendingar hafa komið fram, eða grunsemdir, frá neinu barni sem hefur ekki viljað vera nálægt honum. Það hefur ekki komið til okkar neinn grunur um að hann geti verið misgjörðamaður.“Hefur unnið náið með fjölda barna „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum,“ segir Halldóra, en Barnavernd Reykjavíkur heyrði ekki af málinu fyrr en rannsókn hófst nú fyrir skemmstu. „Við hefðum vissulega viljað vita af þessu máli fyrr. Kæran barst í ágúst og við vorum upplýst um málið nærri hálfu ári seinna, sem er mjög bagalegt. En lögreglan verður að svara fyrir það, þeir gátu kannski ekki vitað þegar kæran barst hvar nákvæmlega hann var að vinna,“ segir Halldóra. Árni Þór Sigmundsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að annríki og málafjöldi hjá lögreglu sé slíkur að ekki hafi verið hægt að sinna málinu sem skyldi. Halldóra útskýrir einnig að ef alvarlegur grunur komi upp um slík brot séu starfsmenn sendir í leyfi. Hún segir að Barnavernd Reykjavíkur hafi unnið í því að rekja vinnuferil mannsins hjá borginni og að aldrei hafi borist kvartanir eða athugasemdir sem beinast gegn honum áður. „Þetta er ansi stór hópur af ungu fólki sem hann hefur borið ábyrgð á, eða átt þátt í að bera ábyrgð á,“ segir Halldóra og bætir við að sá hópur barna sem maðurinn hefur unnið með sé sérstaklega viðkvæmur.Allir skjólstæðingar mannsins fá bréf Barnavernd Reykjavíkur mun nú senda öllum skjólstæðingum mannsins bréf vegna málsins. „Það verður haft samband við alla og þeim verður vísað á Bjarkarhlíð sem er fyrir þolendur ofbeldis,“ segir Halldóra, en margir þeirra sem maðurinn hefur starfað með eru nú fullorðnir einstaklingar. Þá verður haft samband við foreldra þeirra sem enn eru börn. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur mun funda á morgun og verður þá nefndarmönnum gert grein fyrir málinu. „Allir ráðamenn borgarinnar taka svona afskaplega alvarlega og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þá mögulegum fórnarlömbum, ef einhver eru, til aðstoðar og ekki síst skoða allt verklag og alla ferla. Velta fyrir okkur hvort einhvern veginn sé hægt að lágmarka möguleikana á því að svona gerist, við ráðningar eða með skimun barnanna,“ segir Halldóra og segir að það sé stórkostlegt áfall þegar svona kemur upp með starfsmann.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00