Átta hundruð eldhressir Vesturbæingar í miklu stuði á þorrablóti Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2018 11:30 Stemningin var rosaleg á laugardagskvöldið. myndir/Erling Ó. Aðalsteinsson 800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera. 800 manns fylltu íþróttahúsið þar sem svartur og hvítur litur réð ríkjum. Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Gummi Ben vinnur þessa dagana hörðum höndum að þáttum um strákana okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu, er staddur í Englandi af þeim sökum, og átti ekki kost á að veislustýra. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV og KR-ingur, fyllti í skarðið. Saga Garðarsdóttir, grínisti sem spilaði fótbolta með KR á sínum yngri árum, fór með gamanmál. Svo var það Páll Óskar sem keyrði upp stemninguna á dansgólfinu inn í nóttina. Erling Ó. Aðalsteinsson, hirðljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum. Það var Jói í Múlakaffi sem sá um veitingarnar. Fjölmörg kunnugleg andlit voru á svæðinu svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk Andrésar Jónssonar almannatengils og Álfrúnar Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, svo nokkur séu nefnd. Þorrablót Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
800 Vesturbæingar og KR-ingar úr öllum áttum skemmtu sér í DHL-höllinni á laugardagskvöldið þegar árlegt Þorrablót Vesturbæjar fór fram. Þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið en það virðist komið til að vera. 800 manns fylltu íþróttahúsið þar sem svartur og hvítur litur réð ríkjum. Það kom í hlut Vesturbæinga að sjá um skemmtiatriðin í ár. Gummi Ben vinnur þessa dagana hörðum höndum að þáttum um strákana okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu, er staddur í Englandi af þeim sökum, og átti ekki kost á að veislustýra. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV og KR-ingur, fyllti í skarðið. Saga Garðarsdóttir, grínisti sem spilaði fótbolta með KR á sínum yngri árum, fór með gamanmál. Svo var það Páll Óskar sem keyrði upp stemninguna á dansgólfinu inn í nóttina. Erling Ó. Aðalsteinsson, hirðljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Vesturbæingum fagna þorranum. Það var Jói í Múlakaffi sem sá um veitingarnar. Fjölmörg kunnugleg andlit voru á svæðinu svo sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk Andrésar Jónssonar almannatengils og Álfrúnar Pálsdóttur, ritstjóra Glamour, svo nokkur séu nefnd.
Þorrablót Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira