Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2018 06:00 Silja Dögg Andradóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Breiðholtsskóla. vísir/ernir „Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira