Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum. Flóttamenn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum.
Flóttamenn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira