Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum. Flóttamenn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum.
Flóttamenn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira