Curry með 49 stig í sigri gegn Boston Celtics Dagur Lárusson skrifar 28. janúar 2018 09:30 Curry átti stórleik. vísir/getty Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics. NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30