Björn Teitsson vill 3. sæti á lista VG í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:09 Björn hefur verið formaður Félags um bíllausan lífsstíl. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira