Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Baldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangsmál að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðla í landinu. vísir/Ernir Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira