Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira