Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:00 Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur. Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur.
Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent