Ólafur Ragnar brotnaði í skíðaslysi í Aspen Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 10:08 Ólafur Ragnar segir endurhæfingu og sjúkraþjálfun hafa gengið vel eftir slysið en hann þurfti að verja fimm dögum á sjúkrahúsi. Vísir/EPA Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mjaðmarbrotnaði í skíðaslysi í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum. Greint er frá þessu í DV en þar segir að Ólafur hafi gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og dvalið fimm daga á sjúkrahúsi. Ólafur Ragnar, sem verður 75 ára í maí næstkomandi, segir í samtali við DV að sjúkraþjálfun og endurhæfing standi yfir og gangi vel. Slysið átti sér stað í 3.500 metra hæð hlíðum Aspen í Colorado en Ólafur segir aðstæður hafa verið frekar slæmar, mikil ísing og klaki.Ólafur minnist á í samtali við DV að það hafi snjóað mikil á Austurströnd Bandaríkjanna og í Suðurríkjunum en ekki í Colorado, þar sem spáð var snjókomu. Því hafi færið ekki verið gott, jafnvel fyrir vanan skíðakappa eins og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar er með áratuga reynslu af skíðaiðkun en segir færið hafa verið slæmt í Aspen.Vísir/EPAÁrið 1999 axlarbrotnaði Ólafur Ragnar þegar hann féll af hestbaki í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Dorrit Moussaieff var með í för og var fyrst til þess að hlúa að forsetanum eftir fallið og lét yfirhöfn sína yfir hann. Vék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Þetta voru fyrstu kynni íslensku þjóðarinnar af Dorrit sem síðar varð forsetafrú landsins.Fræg mynd sem tekin var þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir slysið árið 1999.Vísir/GVA Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mjaðmarbrotnaði í skíðaslysi í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum. Greint er frá þessu í DV en þar segir að Ólafur hafi gengist undir aðgerð í Bandaríkjunum og dvalið fimm daga á sjúkrahúsi. Ólafur Ragnar, sem verður 75 ára í maí næstkomandi, segir í samtali við DV að sjúkraþjálfun og endurhæfing standi yfir og gangi vel. Slysið átti sér stað í 3.500 metra hæð hlíðum Aspen í Colorado en Ólafur segir aðstæður hafa verið frekar slæmar, mikil ísing og klaki.Ólafur minnist á í samtali við DV að það hafi snjóað mikil á Austurströnd Bandaríkjanna og í Suðurríkjunum en ekki í Colorado, þar sem spáð var snjókomu. Því hafi færið ekki verið gott, jafnvel fyrir vanan skíðakappa eins og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar er með áratuga reynslu af skíðaiðkun en segir færið hafa verið slæmt í Aspen.Vísir/EPAÁrið 1999 axlarbrotnaði Ólafur Ragnar þegar hann féll af hestbaki í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Dorrit Moussaieff var með í för og var fyrst til þess að hlúa að forsetanum eftir fallið og lét yfirhöfn sína yfir hann. Vék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Þetta voru fyrstu kynni íslensku þjóðarinnar af Dorrit sem síðar varð forsetafrú landsins.Fræg mynd sem tekin var þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir slysið árið 1999.Vísir/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30