Drummond svaraði ekki bara á Twitter heldur líka inn á vellinum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:30 Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113 NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira