Ólafía Þórunn byrjar aftur á Paradísareyju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ólafía Þórunn byrjar LPGA-tímabilið á Paradísareyju. mynd/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi. Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi.
Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira