Óeðlilegt að nefndin stilli ráðherra upp við vegg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 20:00 Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira