Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 13:11 Magnús Már Guðmundsson býður fram krafta sín í 4. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá frambjóðandanum. „Ég var kjörinn varaborgarfulltrúi í borgarstjórnarkosningunum 2014 og hafa verkefnin á kjörtímabilinu verið fjölbreytt en umfram allt skemmtileg. Í um eitt og hálft ár sinnti ég störfum borgarfulltrúa en þar fyrir utan hef ég setið í velferðarráði, mannréttindaráði, forsætisnefnd og gegnt formennsku í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar sem og í ferlinefnd borgarinnar. Að auki hef ég tekið þátt í störfum stýrihópa, þar á meðal um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara og gerð aðgengisstefnu fyrir borgina, en ég hef leitt þá vinnu.“ Magnús segir umfangsmesta verkefnið sem hann hafi komið af á kjörtímabilinu vera tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. „Ég fer fyrir stýrihópnum sem heldur utan um tilraunaverkefnið en nú er í undirbúningi 2. áfangi verkefnisins sem mun ná til um 100 starfsstaða og 2000 starfsmanna. Um stórt hagsmunamál er að ræða sem sífellt fleiri tengja við enda er stytting vinnuvikunnar mikilvægur þáttur í því að fjölga samverustundum fjölskyldna og auka þannig lífsánægju Reykvíkinga. Slíkar breytingar gerast hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta pólitíska forystu til að halda áfram á sömu braut. Ég býð mig fram til að leiða þessa vinnu áfram í Reykjavík.“ Hann segist stoltur hafa unnið að mikilvægum framfaramálum með borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar og samstilltum meirihluta undanfarin fjögur ár. „Á komandi árum er brýnt að halda áfram á sömu braut, styrkja innviði borgarinnar ennfrekar og forgangsraða í þágu velferðar, fjölskyldna og jafnréttis. Brúa verður bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og ráðast þarf í stórátak til að fjölga menntuðum leik- og grunnskólakennurum. Koma verður á fjölskylduvænna samfélagi þar sem foreldrum gefst tækifæri á að njóta meiri tíma með börnum sínum. Stytting vinnuvikunnar skiptir þar lykilmáli. Halda þarf áfram samvinnu við leigufélög sem starfa án hagnaðarsjónarmið til að koma á virkum leigumarkað sem þjónar þörfum ólíkra hópa - allt frá námsmönnum og ungum barnafjölskyldum til eldri borgara. Þjónusta við eldri Reykvíkinga þarf að taka mið af þeim jákvæðu breytingum að fólk lifir lengur og breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þar stendur borgin vel en um leið þarf að undirbúa breytingarnar með vönduðum hætti, meðal annars með valdeflingu og aukinni velferðartækni. Halda þarf vel á spöðunum í jafnréttismálum – efla Jafnréttisskóla Reykjavíkur, útrýma kynbundnum launamun og þá er ljóst eftir #metoo byltinguna að borgin má aldrei slá slöku við og fylgja enn betur eftir reglum sem taka á ofbeldi, áreitni og einelti og tryggja að samstarfsaðilar Reykjavíkurborgar; íþróttafélög, skólar eða önnur starfsemi eftir þessum reglum. Borgin verður að leggja sitt af mörkum til þess að þolendur sitji ekki einir uppi skömmina og vanlíðanina sem fylgir rótgrónu kynjakerfinu sem við búum við.“ Magnús býr ásamt konu sinni og þremur börnum í Bústaðahverfi, er alinn upp í Neðra-Breiðholti, er í leyfi frá kennslu í Menntaskólaskólanum í Kópavogi og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna í mörg ár, þar á meðal sem formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá 2016 og formaður Ungra jafnaðarmanna árin 2006-2007. „Ég bið um stuðning í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar nk.“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá frambjóðandanum. „Ég var kjörinn varaborgarfulltrúi í borgarstjórnarkosningunum 2014 og hafa verkefnin á kjörtímabilinu verið fjölbreytt en umfram allt skemmtileg. Í um eitt og hálft ár sinnti ég störfum borgarfulltrúa en þar fyrir utan hef ég setið í velferðarráði, mannréttindaráði, forsætisnefnd og gegnt formennsku í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar sem og í ferlinefnd borgarinnar. Að auki hef ég tekið þátt í störfum stýrihópa, þar á meðal um stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara og gerð aðgengisstefnu fyrir borgina, en ég hef leitt þá vinnu.“ Magnús segir umfangsmesta verkefnið sem hann hafi komið af á kjörtímabilinu vera tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku án launaskerðingar. „Ég fer fyrir stýrihópnum sem heldur utan um tilraunaverkefnið en nú er í undirbúningi 2. áfangi verkefnisins sem mun ná til um 100 starfsstaða og 2000 starfsmanna. Um stórt hagsmunamál er að ræða sem sífellt fleiri tengja við enda er stytting vinnuvikunnar mikilvægur þáttur í því að fjölga samverustundum fjölskyldna og auka þannig lífsánægju Reykvíkinga. Slíkar breytingar gerast hins vegar ekki að sjálfu sér og þarf trausta pólitíska forystu til að halda áfram á sömu braut. Ég býð mig fram til að leiða þessa vinnu áfram í Reykjavík.“ Hann segist stoltur hafa unnið að mikilvægum framfaramálum með borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar og samstilltum meirihluta undanfarin fjögur ár. „Á komandi árum er brýnt að halda áfram á sömu braut, styrkja innviði borgarinnar ennfrekar og forgangsraða í þágu velferðar, fjölskyldna og jafnréttis. Brúa verður bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og ráðast þarf í stórátak til að fjölga menntuðum leik- og grunnskólakennurum. Koma verður á fjölskylduvænna samfélagi þar sem foreldrum gefst tækifæri á að njóta meiri tíma með börnum sínum. Stytting vinnuvikunnar skiptir þar lykilmáli. Halda þarf áfram samvinnu við leigufélög sem starfa án hagnaðarsjónarmið til að koma á virkum leigumarkað sem þjónar þörfum ólíkra hópa - allt frá námsmönnum og ungum barnafjölskyldum til eldri borgara. Þjónusta við eldri Reykvíkinga þarf að taka mið af þeim jákvæðu breytingum að fólk lifir lengur og breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þar stendur borgin vel en um leið þarf að undirbúa breytingarnar með vönduðum hætti, meðal annars með valdeflingu og aukinni velferðartækni. Halda þarf vel á spöðunum í jafnréttismálum – efla Jafnréttisskóla Reykjavíkur, útrýma kynbundnum launamun og þá er ljóst eftir #metoo byltinguna að borgin má aldrei slá slöku við og fylgja enn betur eftir reglum sem taka á ofbeldi, áreitni og einelti og tryggja að samstarfsaðilar Reykjavíkurborgar; íþróttafélög, skólar eða önnur starfsemi eftir þessum reglum. Borgin verður að leggja sitt af mörkum til þess að þolendur sitji ekki einir uppi skömmina og vanlíðanina sem fylgir rótgrónu kynjakerfinu sem við búum við.“ Magnús býr ásamt konu sinni og þremur börnum í Bústaðahverfi, er alinn upp í Neðra-Breiðholti, er í leyfi frá kennslu í Menntaskólaskólanum í Kópavogi og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna í mörg ár, þar á meðal sem formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá 2016 og formaður Ungra jafnaðarmanna árin 2006-2007. „Ég bið um stuðning í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar nk.“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira