Stolt af árangri síðustu átta ára og gefur áfram kost á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 11:22 Kristín Soffía gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni. vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.” Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.”
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira