Innlent

Bein útsending: Jakob Möller fjallar um vald ráðherra við skipun dómara

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir erindin gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda.
Eftir erindin gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda. Vísir/GVA
Lagadeild HR heldur hádegisfund í dag þar sem rætt verður, meðal annars, um sjálfstæði dómstóla og valda ráðherra til að skopa dómara.

Á fundinum halda framsögu Jakob R. Möller, formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda til dómaraembætta og Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður. Jakob fjallar um sjálfstæði dómstóla og vald ráðherra til að skipa dómara en Haukur fjallar um hver velji í raun dómarana.

Eftir erindin gefst gestum kostur á að tjá sig og/eða beina fyrirspurnum til frummælenda.

Fundarstjóri verður Eiríkur Elís Þorláksson dósent við lagadeild HR.

Viðburðinum verður streymt hér og hægt verður að horfa hér að neðan.


Tengdar fréttir

Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu.

Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara

Átta héraðsdómarar voru skipaðir í gær. Tímahrak og einstrengingsleg afstaða dómnefndar þýddi að settur dómsmálaráðherra féllst á tillögur matsnefndar um hæfi dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×