Birtir öll samskipti við umboðsmann Alþingis Daníel Freyr Birksson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. vísir/ernir „Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46