Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00