Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2018 16:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það ljóst að Vinstri Græn eru á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Mynd/samsett „Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“ Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“
Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira