Hvetja konur til að klæðast svörtu 31. janúar: „Við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 12:15 Fyrirmyndin kemur að utan en konur vöktu athygli fyrir samstöðu sína á Golden Globe verðlaununum í janúar. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“ MeToo Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“
MeToo Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent