Er verðmæti fólgið í vinnslu fisks eða erum við bara veiðimenn? Arnar Atlason og Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2018 10:00 Samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu, einkum og sér í lagi fiskvinnslu fyrirtækja án útgerðar, er að mörgu leyti erfið. Súluritin sem fylgja þessari grein sýna í hnotskurn hráefnisvanda vinnslunnar; á árunum 2001 til 2016 fer hlutfall afla sem fer á innlenda fiskmarkaði úr 20% í 15%. Neðri myndin sýnir svo útflutning óunnins afla en eftir viðvarandi samdrátt í útflutningi hans allt til ársins 2012 virðist mikil aukning aftur vera í farvatninu.Hækkanir á launakostnaði Það eru margar ástæður fyrir því að fiskvinnslan á í erfiðri glímu við erlenda samkeppni. Gengissveiflur eru ein þeirra, en við hagstjórnina hefur reynst erfitt að ná tökum á þróun krónunnar. Aðrar stærðir eru viðráðanlegri og þróast með ákvörðunum innlendra aðila. Tökum nokkur dæmi. Tryggingagjaldið var í upphafi aldarinnar 5,23% af greiddum launum. Það fór hæst í 8,65% árið 2010 en stendur nú í 6,85% og hefur ekki verið lækkað til samræmis við hlutfallið sem gilti fyrir hrun, þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnmálamanna.Kjarasamningar undanfarin misseri, hafa jafnframt snúist um greiðslur í lífeyrissjóði og skattfríðindi vegna þeirra. Séreignarsjóðir ýta til að mynda undir aukinn sparnað á sama tíma og þeir draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð var í upphafi aldarinnar 6% af launum en verður á þessu ári 10,5%. Á sama tíma hefur tekjuskattsbyrði launa við neðri fjórðungsmörk hækkað úr um 20% í 25%, samkvæmt nýrri skýrslu Alþýðusambandsins um þróun skattbyrði. Vinnuveitandinn þarf sem því nemur að greiða fleiri krónur í launaumslagið til að tryggja starfsmönnum sínum sömu ráðstöfunartekjur. Frá árinu 2001 hafa hlutfallstengd gjöld og frádrættir launþega og launagreiðenda hækkað úr liðlega 50% í 65%. Þetta útskýrist betur ef horft er til þess að í upphafi tímans þurfti 2,2 kr. í launakostnað til að koma 1 kr. í vasa starfsmannsins en ef þetta hlutfall hækkar í 67% mun þurfa 3 kr. Tekið skal fram að hér er horft fram hjá persónuafslætti. Síðast en ekki síst hafa verið gerðir kjarasamningar, sem kveða á um 32% hækkun launakostnaðar að meðaltali á tímabilinu nóvember 2013 til ársloka 2018, að teknu tilliti til breytinga á lífeyrisiðgjöldum, á samningstímanum. Þetta eru langtum meiri launahækkanir en fyrirtæki í samkeppnislöndum okkar hafa þurft að bera. Hið opinbera leiddi í raun þessa launaþróun með samningum sínum við opinbera starfsmenn.Samkeppnishindranir innanlands Ofangreindar breytingar eiga við um öll fyrirtæki í landinu. Í tilviki sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja bætist við skökk samkeppnisstaða á innanlandsmarkaði. Samkeppniseftirlitið gaf árið 2012 út álit, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ýmsar samkeppnishömlur hlytust af lóðréttri samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Vegna hennar hallaði á samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar og útgerðarfyrirtækja án fiskvinnslu. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrsta lagi til að beitt yrði milliverðlagningarreglum í innri viðskiptum samþættra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja til að taka á því að vinnsluhlutinn fær iðulega aflann á mun lægra verði en gildir á fiskmörkuðum. Þetta er ein meginástæða þess að framboð á afla er ónógt á fiskmörkuðum. Jafnframt var lagt til að álagningu hafnargjalda yrði breytt. Í þriðja lagi lagði Samkeppniseftirlitið til að fyrirkomulagi Verðlagsstofu skiptaverðs yrði breytt þannig að útgerðarmenn kæmu ekki beint að ákvörðunum hennar um verð. Loks lagði Samkeppniseftirlitið til að auka heimildir til kvótaframsals og heimila aðilum sem ekki ættu fiskiskip að kaupa, leigja og selja aflaheimildir. Í stuttu máli hafa þeir fimm sjávarútvegsráðherrar, sem síðan hafa setið, ekkert aðhafst til að hrinda tillögum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa ítrekað heitið að beita sér fyrir því að meiri afli fari um fiskmarkaðina, án þess að nokkuð hafi orðið um efndir. Aðrar þjóðir, til að mynda Bretar, leggja upp úr því að fá íslenskan fisk til vinnslu. Þær þúsundir tonna sem þangað fara segja þeir að skapi þúsundir starfa og verðmæti sem eru talin í milljörðum. Hvert erum við komin þegar við erum tilbúin að láta slíkt frá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu, einkum og sér í lagi fiskvinnslu fyrirtækja án útgerðar, er að mörgu leyti erfið. Súluritin sem fylgja þessari grein sýna í hnotskurn hráefnisvanda vinnslunnar; á árunum 2001 til 2016 fer hlutfall afla sem fer á innlenda fiskmarkaði úr 20% í 15%. Neðri myndin sýnir svo útflutning óunnins afla en eftir viðvarandi samdrátt í útflutningi hans allt til ársins 2012 virðist mikil aukning aftur vera í farvatninu.Hækkanir á launakostnaði Það eru margar ástæður fyrir því að fiskvinnslan á í erfiðri glímu við erlenda samkeppni. Gengissveiflur eru ein þeirra, en við hagstjórnina hefur reynst erfitt að ná tökum á þróun krónunnar. Aðrar stærðir eru viðráðanlegri og þróast með ákvörðunum innlendra aðila. Tökum nokkur dæmi. Tryggingagjaldið var í upphafi aldarinnar 5,23% af greiddum launum. Það fór hæst í 8,65% árið 2010 en stendur nú í 6,85% og hefur ekki verið lækkað til samræmis við hlutfallið sem gilti fyrir hrun, þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnmálamanna.Kjarasamningar undanfarin misseri, hafa jafnframt snúist um greiðslur í lífeyrissjóði og skattfríðindi vegna þeirra. Séreignarsjóðir ýta til að mynda undir aukinn sparnað á sama tíma og þeir draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð var í upphafi aldarinnar 6% af launum en verður á þessu ári 10,5%. Á sama tíma hefur tekjuskattsbyrði launa við neðri fjórðungsmörk hækkað úr um 20% í 25%, samkvæmt nýrri skýrslu Alþýðusambandsins um þróun skattbyrði. Vinnuveitandinn þarf sem því nemur að greiða fleiri krónur í launaumslagið til að tryggja starfsmönnum sínum sömu ráðstöfunartekjur. Frá árinu 2001 hafa hlutfallstengd gjöld og frádrættir launþega og launagreiðenda hækkað úr liðlega 50% í 65%. Þetta útskýrist betur ef horft er til þess að í upphafi tímans þurfti 2,2 kr. í launakostnað til að koma 1 kr. í vasa starfsmannsins en ef þetta hlutfall hækkar í 67% mun þurfa 3 kr. Tekið skal fram að hér er horft fram hjá persónuafslætti. Síðast en ekki síst hafa verið gerðir kjarasamningar, sem kveða á um 32% hækkun launakostnaðar að meðaltali á tímabilinu nóvember 2013 til ársloka 2018, að teknu tilliti til breytinga á lífeyrisiðgjöldum, á samningstímanum. Þetta eru langtum meiri launahækkanir en fyrirtæki í samkeppnislöndum okkar hafa þurft að bera. Hið opinbera leiddi í raun þessa launaþróun með samningum sínum við opinbera starfsmenn.Samkeppnishindranir innanlands Ofangreindar breytingar eiga við um öll fyrirtæki í landinu. Í tilviki sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja bætist við skökk samkeppnisstaða á innanlandsmarkaði. Samkeppniseftirlitið gaf árið 2012 út álit, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ýmsar samkeppnishömlur hlytust af lóðréttri samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Vegna hennar hallaði á samkeppnisstöðu fiskvinnslufyrirtækja án útgerðar og útgerðarfyrirtækja án fiskvinnslu. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrsta lagi til að beitt yrði milliverðlagningarreglum í innri viðskiptum samþættra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja til að taka á því að vinnsluhlutinn fær iðulega aflann á mun lægra verði en gildir á fiskmörkuðum. Þetta er ein meginástæða þess að framboð á afla er ónógt á fiskmörkuðum. Jafnframt var lagt til að álagningu hafnargjalda yrði breytt. Í þriðja lagi lagði Samkeppniseftirlitið til að fyrirkomulagi Verðlagsstofu skiptaverðs yrði breytt þannig að útgerðarmenn kæmu ekki beint að ákvörðunum hennar um verð. Loks lagði Samkeppniseftirlitið til að auka heimildir til kvótaframsals og heimila aðilum sem ekki ættu fiskiskip að kaupa, leigja og selja aflaheimildir. Í stuttu máli hafa þeir fimm sjávarútvegsráðherrar, sem síðan hafa setið, ekkert aðhafst til að hrinda tillögum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa ítrekað heitið að beita sér fyrir því að meiri afli fari um fiskmarkaðina, án þess að nokkuð hafi orðið um efndir. Aðrar þjóðir, til að mynda Bretar, leggja upp úr því að fá íslenskan fisk til vinnslu. Þær þúsundir tonna sem þangað fara segja þeir að skapi þúsundir starfa og verðmæti sem eru talin í milljörðum. Hvert erum við komin þegar við erum tilbúin að láta slíkt frá okkur?
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun