Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 22:12 Íslenskir nemendur hafa ekki átt of góðu gengi að fagna í alþjóðlegum könnunum eins og Pisa-könnuninni. Vísir/Vilhelm Þekking sem mæld er í Pisa-könnuninni er þekking sem getur orðið úrelt á morgun. Menntun á aftur á móti að ydda og auka mennskuna, að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, nýs formmans Félags grunnskólakennara. Tilkynnt var um kjör Þorgerðar Laufeyjar í dag. Í viðtali við Kastljós á RÚV í kvöld var hún meðal annars spurð út í áherslur hennar fyrir embættið, meðal annars í ljósi niðurstaðna samanburðarrannsókna eins og Pisa-könnunarinnar á hæfni og getu íslenskra nemenda. „Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað,“ sagði formaðurinn nýkjörni.Bindur sköpunina og listina við kennslu Eitt stefnumála Þorgerðar Laufeyjar er að breyting sem gerð var með síðasta kjarasamninga grunnskólakennara sem skuldbatt þá til að skila allri sinni vinnu á vinnustað verði dregin til baka. Fullyrti hún að dregið hafi úr starfsánægju kennara í kjölfarið. Í því samhengi nefndi hún mikilvægi íhugunar og sjálfsskoðunar fyrir störf kennara sem felist í að kennarar meti kennslu sína dag frá degi og skoði hvort þeir geti gert betur. „Það hefur sýnt sig að það er svolítið sá þáttur sem hefur orðið útundan þegar þú ert á þessum erilsama vinnustaða frá átta til fjögur eða átta til hálf fimm,“ sagði Þorgerður Laufey. Sagði Þorgerður Laufey að leitun væri að stétt með eins margslungið hlutverk og kennarar. Margir á vinnumarkaði hafi frjálsræði til að vinna þar sem þeim hentar þó að þeir þurfi að skila vissum þáttum til vinnuveitenda.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 45% atkvæði í formannskjöri Félags grunnskólakennara.Kennarasamband ÍslandsÞá taldi hún sérstakt í ljósi tals um mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði almennt að verið sé að binda kennara enn frekar við starfsstöðvar sínar. Stéttin sé þó ekki einhuga um kosti þess og ókosti. Sumir kennarar kjósi þannig frekar að ljúka sínum störfum í skólanum á dagvinnutíma. „Það eru margir hins vegar sem tala um það að þessi sveigjanleiki sem var tekinn í síðasta kjarasamningi hann raunverulega bindi sköpunina, listina, sem felst í að kenna. Þetta er togstreita innan stéttarinnar,“ sagði hún.Lækki ekki í launum þó viðveran verði dregin til bakaLaun kennara voru hækkuð þegar kröfur um viðveru þeirra í skólum var aukin í síðustu kjarasamningum. Þorgerður Laufey fellst hins vegar ekki á að eðlilegt væri að laun kennara lækkuðu ef viðveruskyldan yrði felld niður. Að hennar mati hafi aldrei verið settar fram tölur um hvað binding kennara í skólum ætti að kosta. Sveitarfélögin hafi ekki viljað gefa það upp. „Það væri afskaplega mikilvægt að fá það á borðið vegna þess að við teljum okkur hafa selt mörg okkar hlunnindi inn í síðasta kjarasamning án þess að fá það nokkurs staðar tilgreint hvað það var,“ sagði hún. Að öðru leyti sagðist Þorgerður Laufey ekki geta tjáð sig um launakröfur kennara í komandi kjarasamningum í ljósi þess að hún væri nýtekin við embættinu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36 Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þekking sem mæld er í Pisa-könnuninni er þekking sem getur orðið úrelt á morgun. Menntun á aftur á móti að ydda og auka mennskuna, að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, nýs formmans Félags grunnskólakennara. Tilkynnt var um kjör Þorgerðar Laufeyjar í dag. Í viðtali við Kastljós á RÚV í kvöld var hún meðal annars spurð út í áherslur hennar fyrir embættið, meðal annars í ljósi niðurstaðna samanburðarrannsókna eins og Pisa-könnunarinnar á hæfni og getu íslenskra nemenda. „Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað,“ sagði formaðurinn nýkjörni.Bindur sköpunina og listina við kennslu Eitt stefnumála Þorgerðar Laufeyjar er að breyting sem gerð var með síðasta kjarasamninga grunnskólakennara sem skuldbatt þá til að skila allri sinni vinnu á vinnustað verði dregin til baka. Fullyrti hún að dregið hafi úr starfsánægju kennara í kjölfarið. Í því samhengi nefndi hún mikilvægi íhugunar og sjálfsskoðunar fyrir störf kennara sem felist í að kennarar meti kennslu sína dag frá degi og skoði hvort þeir geti gert betur. „Það hefur sýnt sig að það er svolítið sá þáttur sem hefur orðið útundan þegar þú ert á þessum erilsama vinnustaða frá átta til fjögur eða átta til hálf fimm,“ sagði Þorgerður Laufey. Sagði Þorgerður Laufey að leitun væri að stétt með eins margslungið hlutverk og kennarar. Margir á vinnumarkaði hafi frjálsræði til að vinna þar sem þeim hentar þó að þeir þurfi að skila vissum þáttum til vinnuveitenda.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 45% atkvæði í formannskjöri Félags grunnskólakennara.Kennarasamband ÍslandsÞá taldi hún sérstakt í ljósi tals um mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði almennt að verið sé að binda kennara enn frekar við starfsstöðvar sínar. Stéttin sé þó ekki einhuga um kosti þess og ókosti. Sumir kennarar kjósi þannig frekar að ljúka sínum störfum í skólanum á dagvinnutíma. „Það eru margir hins vegar sem tala um það að þessi sveigjanleiki sem var tekinn í síðasta kjarasamningi hann raunverulega bindi sköpunina, listina, sem felst í að kenna. Þetta er togstreita innan stéttarinnar,“ sagði hún.Lækki ekki í launum þó viðveran verði dregin til bakaLaun kennara voru hækkuð þegar kröfur um viðveru þeirra í skólum var aukin í síðustu kjarasamningum. Þorgerður Laufey fellst hins vegar ekki á að eðlilegt væri að laun kennara lækkuðu ef viðveruskyldan yrði felld niður. Að hennar mati hafi aldrei verið settar fram tölur um hvað binding kennara í skólum ætti að kosta. Sveitarfélögin hafi ekki viljað gefa það upp. „Það væri afskaplega mikilvægt að fá það á borðið vegna þess að við teljum okkur hafa selt mörg okkar hlunnindi inn í síðasta kjarasamning án þess að fá það nokkurs staðar tilgreint hvað það var,“ sagði hún. Að öðru leyti sagðist Þorgerður Laufey ekki geta tjáð sig um launakröfur kennara í komandi kjarasamningum í ljósi þess að hún væri nýtekin við embættinu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36 Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36
Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00