Rúmlega 80 prósent lóða frá borginni fyrir leiguíbúðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Félagsstofnun stúdenta er þegar byrjuð að byggja 244 íbúðir við Sæmundargötu í Vatnsmýri. Vísir/Hanna Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum. Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Á síðasta ári úthlutaði Reykjavíkurborg lóðum fyrir 1.711 íbúðir. Þar af var 1.422 lóðum úthlutað til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Því eru nær 83 prósent lóðaúthlutana séu til slíkra félaga. Í tilkynningunni kemur fram að meirihluti lóðanna sé ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í miðborginni. Uppbyggingin muni hins vegar þétta byggð. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir ánægjulegt að sjá lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar aukast. „Einkum er ánægjulegt að sjá að stærstu úthlutanirnar fara til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og munu bjóða fram leiguíbúðir fyrir hópa sem eiga erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði.“ Hún segir Íbúðalánasjóð ekki hafa lagt mat á hvað vanti margar íbúðir í borginni, en miðað við áætlun sem gefin var út síðasta vor vantaði hátt í 5.000 íbúðir á landsvísu til að jafnvægi næðist á markaði. Þeir byggingaverktakar sem blaðið ræddi við eru ekki sáttir við stöðuna og segja að það sárvanti lóðir í Reykjavík á almennan markað. „Það er eiginlega ekkert að hafa af lóðum hjá borginni. Þetta fer eiginlega allt í félagslega kerfið. Hinn hlutinn situr eftir,“ segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda Byggingafélags Gunnars og Gylfa. „Til að þessi markaður verði í jafnvægi þarf íbúðir fyrir fólk sem er að fara af stað og vill eiga íbúðir. En þetta er ekki í boði,“ segir Gunnar. Hann segir BYGG vera að klára Sjálandshverfið í Garðabæ og verið sé að byrja á nýju bryggjuhverfi í Kópavogi. Þá sé verið að byggja í Lundinum.
Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira