Vilja endurskoða mönnun á deildinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 20:10 Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira