Paul Bettany orðaður við hlutverk Filippusar prins í The Crown Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:45 Paul Bettany er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon og The Da Vinci Code. Vísir/Getty Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira