Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira