Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. janúar 2018 13:36 Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira