Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Gissur Sigurðsson skrifar 31. janúar 2018 13:30 Sigurður Gísli Pálmason berst fyrir friðun svæðisins. Vísir/gva Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni. Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið, en hann baust til að greiða fyrir matið. Hins vegar samþykkti fundurinn með þremur atkvæðum gegn tveimur, að breyta skipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugðrar Hvalárvirkjunar, þannig að málið þokast í átt að framkvæmdastigi. Það er fyrirtækið Vesturverk, sem er í meirihlutaeigu HS Orku, sem hyggst reisa 55 megavatta rafstöð á svæðinu og reisa þar fjórar stíflur, frá 13 og upp í 33 metra að hæð, og bora aðrennslisgöng að stöðvarhúsi, en við það legðust nokkrir fossar af í árfarveginum. Skipulagsstofnun þarf í framhaldi af samþykkt fundarins að staðfesta aðalskipulagið og fara yfir deiliskipulagið. Samþykki hún það, er komið að hreppsnefnd í þessum fámennasta hreppi á landinu, að gefa út framkvæmdaleyfi.Telur friðun ekki úr sögunni Áðurnefndur Sigurður Gísli Pálmason er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. En telur hann að friðun sé úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar í gær? „Nei, það held ég alls ekki. Ég held að þetta sé fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að stíga. Sveitarstjórnin hefur full tök á málinu áfram. Ég trúi því og veit að fólkið í Árneshreppi elskar og virðir landið sitt. Ég þekki það af eigin reynslu. Og ég trúi því að það hafi áhuga á að komast að niðurstöðu sem er best fyrir framtíðina. Þannig að þetta er bara eitt spor á þessari vegferð.“En ef fólkið elskar landið sitt, af hverju féllu atkvæði þá svona?„Þetta er mikill kaleikur fyrir þetta fólk að sitja uppi með, framkvæmd upp á yfir 20 þúsund milljónir. Þetta er sveitarfélag upp á rúmlega 40 manns, kannski 22, 23 í vetursetu. Það er í raun bara mjög ankannalegt að þau skuli yfirleitt þurfa að standa frammi fyrir svona stóru máli eins og þessu,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Fyrirtækið hefur boðið sveitarfélaginu að ráðast í ýmsar framkvæmdir, óháðar virkjuninni, svo sem endurbætur á skólahúsi, hitaveitu á tiltekinu svæði, hafnarbætur í Norðurfirði og fleira. Í umsögn Landverndar um málið er þetta kallað „ámátlegar tilraunir vinnslufyrirtækisins til að bera fé á hreppinn“, verði af virkjuninni.
Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira