Verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram Telma Tómasson skrifar 31. janúar 2018 15:00 Lið Líflands. Stöð 2 Sport Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin. Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.
Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00
Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50
Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00
Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00