Konur fá ekki séns á klárunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 23:30 vísir/getty Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni. Hestar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Sjá meira
Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni.
Hestar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Sjá meira