Langþreytt á þrengslum, aðstöðuleysi og heilsuspillandi húsnæði Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 20:00 Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00
Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27