Var ráðinn við Háskólann um leið og Ólafur Ragnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:15 Þorbjörn ætlar að taka deginum í dag með ró þó stórafmæli sé. Vísir/Eyþór Árnason Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is Skóla - og menntamál Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is
Skóla - og menntamál Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira