Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Benedikt Bóas skrifar 30. janúar 2018 11:00 Agla María Albertsdóttir skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir Stjörnuna. „Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
„Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann