Kallað eftir VAR-fagni frá Stjörnunni í vinsælasta hlaðvarpi Bretlands Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 10:30 Veiða fisk. Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00. Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Sjá meira
Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00.
Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Sjá meira