Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur skilur að fólk gagnrýnir háar akstursgreiðslur en það kosti einfaldlega að hafa þingmenn sem koma af landsbyggðinni. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira