„Íslenska“ liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 11:30 Winnipeg Fálkarnir. Heimasíða IIHF. Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu. Ólympíuleikar Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira
Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu.
Ólympíuleikar Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira