Icelandair telur Hvassahraun mögulegt 2027 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Borgarstjóri reiknar með að hitta samgönguráðherra á allra næstu dögum. Fréttablaðið/ernir Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Sé hratt gengið til verka gæti fyrsti áfangi nýs flugvallar í Hvassahrauni verið tilbúinn innan tíu ára. Þetta er mat Icelandair. Starfshópur um Reykjavíkurflugvöll vill hrinda tillögum Rögnunefndar af stað. „Reykjavíkurborg studdi niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Ég geri ráð fyrir að hitta samgönguráðherra vegna málsins á næstu dögum og ræða málið í borgarráði. Ég á von á því að næstu skref skýrist í kjölfarið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði skýrslu sinni til samgönguráðherra nýverið. Í skýrslunni er lagt til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd. Í skýrslunni nú er lagt til að stofnað verði þróunarfélag um verkefnið með aðild ríkisins, Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Verði því falið að gera ítarlega fjárhags- og viðskiptaáætlun fyrir nýjan flugvöll í Hvassahrauni þar sem andvirði landsins í Vatnsmýri yrði lagt til uppbyggingar hins nýja flugvallar. „Undir öllum kringumstæðum verður að tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að ekki verði farið í frekari styttingar eða lokanir á brautum þar fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. Í skýrslunni er athugasemda Icelandair einnig getið. Félagið hefur undanfarið unnið að mati á kostum þess að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem mögulega gæti þjónað sem aðalflugvöllur landsins. Er það mat félagsins að veðurskilyrði í Hvassahrauni séu betri en í Keflavík. Þá telur félagið að uppbyggingartími nýs flugvallar gæti verið um fimm ár. Fyrsti áfangi flugvallarins gæti verið tilbúinn til notkunar á árunum 2025-2027 ef gengið yrði hratt til verks. Félagið áætlar að kostnaður verið um 140 milljarðar hið minnsta en þó mögulegt að hann verði nær 200 milljörðum. Starfshópurinn nú var skipaður af Jóni Gunnarssyni í september síðasta árs. Lögmaðurinn Hreinn Loftsson var formaður hennar en aðrir nefndarmenn voru áðurnefndur Dagur B. Eggertsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. „Það er heilmikil vinna eftir áður en menn geta farið að ræða af alvöru að setja flugvöll í Hvassahraun. Til að sú umræða geti farið fram á málefnalegum nótum þarf að leggjast í þá vinnu,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og fyrsti varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins þar sem hann var önnum kafinn á fundum í Svíþjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira