Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 12:15 Sigrún Aðalbjarnadóttir segir að leiðandi uppeldishættir séu heillavænlegar til að auka þroska barna. Vísir/Getty „Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
„Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00